Áhlaup ferðafólks

Punktar

Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaga mun ferðamönnum í vetur fjölga um rúm 50% frá síðasta vetri. Fjölgun ferðamanna verður hraðari með hverju misseri. Stefnir í kaos. Smíði hótela er ófullnægjandi, bílastæði sprungin, aðgengi að ferðastöðum spillir umhverfi, svo ekki sé talað um salernisskortinn fræga. Ný ríkisstjórn þarf að grípa í taumana eftir þriggja ára svefn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Setja þarf vask í ferðaþjónustu á hærra þrep og hætta undanþágum Engeyinga og annarra pilsfaldamanna. Með eðlilegum tekjum af vaski getur ríkið byggt upp innviðina í ferðaþjónustu. En það verður að koma fram strax á næstu fjárlögum.