Áhrif Olivers

Veitingar

Jamie Oliver sjónvarpskokkur á heiður skilið fyrir baráttu sína fyrir hollum og góðum skólamat í Bretlandi, þar sem feitar, saltaðar og sykraðar vörur hafa löngum stuðlað að ofþyngd og vanheilsu. Hann hefur í sjónvarpi sýnt, hvernig búa má til ódýran og vandaðan hádegismat fyrir börn og unglinga. Guardian fjallar um þetta í leiðara. Skólamatur á Íslandi er sagður betri en í Bretlandi, en þó þurfa afabörnin mín að sæta þykkum hveitisósum út á fiskinn í skólanum. Spurning er, hvort ekki þarf að kíkja á stöðu þessara mála á Íslandi, kannski fá Sigga Hall í það.