Ekki horfa á mig segir Jóhanna Sigurðardóttir. Tuðar enn um afhendingu fyrirtækja í hendur bófanna, sem settu þau á hausinn. Vísar á Bankasýslu ríkisins og eftirlitsnefndir, sem ráðherrar hennar skipuðu sjálfir. Hvers vegna voru hinar aumu eftirlitsstofnanir ekki betur mannaðar? Hvers vegna var Finnur Sveinbjörnsson ekki rekinn, áður en bankinn var einkavæddur? Vegna ræfildóms Jóhönnu og bankaráðherra hennar, Gylfa Magnússonar. Enn tuðar Jóhanna um ást sína á gegnsæi, þótt bankastjórar hennar segi lok, lok og læs. Af hverju lætur Jóhanna alltaf eins og hún sé áhorfandi í pólitík?