Svo langt er liðið frá hátíð Jónasar Hallgrímssonar, að gæsahúðin er farin að sléttast. Menntavitar tóku til máls og spúðu froðu yfir mannskapinn. Í hefðbundnum stíl viðurkenndra skólaritgerða. Munurinn á málfari þeirra og skáldsins skar í augu. Tveimur spurningum er í huga mínum ósvarað: Hvernig gat langt leiddur alkóhólisti ort svona vel? Viðurkennda ævisagan er langt leidd af meðvirkni og skilur ekki, að mikill ferðadugnaður er eitt einkenna alkóhólisma. Hin spurning mín er nærtækari: Hvernig stendur á, að þjóð, sem elskar skáldið sitt svona heitt, hefur alls ekkert getað lært af því?