Áhrifalausir nafnleysingjar

Fjölmiðlun

Nafnleysingjar eru nánast áhrifalausir í blogginu. Þeir sjást þar ekki, nema þeim sé hossað af bloggstjórum Moggans og Vísis. Sjálfsagt er, að því verði hætt. Ekki rugla bloggurum saman við þá, sem skrifa nafnlausar athugasemdir við fréttir á mbl.is og dv.is. Sjálfsagt er, að fjölmiðlarnir hætti að ota þessum nafnleysingjum framan í fólk. Þar fyrir utan grassera nafnleysingjar á sérstökum spjallsvæðum fyrir níð, svo sem Barnalandi. Það er ekki heldur blogg. Björgvin Sigurðsson hruns-ráðherra ruglar þessu öllu saman, enda í vondu skapi. Látið hann ekki komast upp með að láta ritskoða og banna blogg.