>Steven R. Weisman telur í New York Times, að ferð Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Brüssel hafi verið árangursrík. Minnkað hafi ágreiningur milli Evrópu og Ameríku um stjórn Íraks eftir stríðið. Þetta er nokkuð mikil bjartsýni. Efast má um, að langvinnt sambandsleysi þessara aðila verði lagað á einum degi með tuttugu kortérsfundum eins manns, sem er einangraður í stjórn Bandaríkjanna. Ofstækismennirnir þar verða ekki nema þrjátíu sekúndur að varpa fyrir borð hvers kyns samkomulagi, sem Powell kann að ná í Evrópu. Þeir hafa eyra ofstækisfulls forseta, en ekki hann.