Pólitíkin hér fylgir trú Forn-Persa að hætti spámannsins Zaraþústra. Góðafólkið tilbiður Ahúramazda, guð hins góða í manninum, guð ljóssins, árs og friðar. Og vondafólkið tilbiður Ahríman/Mammon, hinn illa stríðsguð græðgi og dauða. Við vitum ekki, hvernig barátta guðanna endar, en við þurfum að leggja okkar lóð á vogarskál Ahúramazda. Sumt af þessu kristallast á alþingi Íslendinga. Þar ræður Ahríman/Mammon og reynir að magna illskuna og græðgina í landinu. Fylgismenn Ahúramazda heyja erfiða varnarbaráttu lífs og friðar. Orrusta okkar verður háð eftir sautján mánuði. Þá væntir 65% góðafólkið sigurs yfir 35% vondafólkinu.