Frá Hundastapa um Akra að Stóra-Kálfalæk.
Tengileið milli fjöruferða á Mýrum sunnanverðum og fjöruferða á Löngufjörum.
Akrar eru fornt höfuðból. Þar bjó Laga-Nóri um 1500, Arnór Finnsson sýslumaður, sem átti í útistöðum við Torfa Jónsson sýslumann í Klofa í Landssveit. Á síðari hluta 18. aldar bjó þar rímnaskáldið Árni Böðvarson. Árið 1758 á kona á Ökrum að hafa drekkt sex ára barni sínu og var hún dæmd til drekkingar.
Byrjum á þjóðvegi 540 um tveimur kílómetrum vestan við Hundastapa. Við förum með þjóðvegi 540 alla leið norður í Stóra-Kálfalæk. Fyrst förum við um Kelduvötn og framhjá afleggjara að Tröðum og síðan norður með sjó um Vog og Sandvatn að Ökrum. Þaðan förum við austan við Akraós og norðan við Hólmavatn að Stóra-Kálfalæk, þar sem er bændagisting fyrir hestamenn og hesta.
15,8 km
Borgarfjörður-Mýrar
Jeppafært
Nálægir ferlar: Hjörsey, Hítará.
Nálægar leiðir: Saurar, Skúlavatn.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson