Ákveða allt sjálfir

Punktar

Uppeldi hefur versnað. Hegðun margra ungmenna sýnir, að þau kunna ekki að fara að reglum. Þau vaxa upp og verða að nágranna frá helvíti. Þau fara ekki eftir reglum í fjölbýli, leggja í bílastæði fatlaðra, þeysa fram í taumlausri sérdrægni. Sameiginlegt með þeim er, að þau telja reglur ekki gilda fyrir sig, nema þau ákveði það sjálf. Gildir líka um suma fullorðna. Tvisvar hef ég lent í hestaferð með mönnum, sem ekki vildu fara að reglum. Annar vildi ekki láta segja sér, hvenær hann mætti ekki drekka. Hinn vildi ekki láta segja sér, hvenær hann þyrfti af öryggisástæðum að fara af baki.