Álbræðslubyggðir á hausnum

Punktar

Til náttúrulögmála telst, að álbræðslubyggðir séu á hausnum. Hafnarfjörður hefur áratugum saman rakað saman gjöldum frá álverinu í Straumsvík. Samt er hann á hausnum og borgar ekki fjármagnstekjuskatt. Vælir nú utan í ríkinu um fresti eins og hver annar aumingi. Sama ástand er að myndast í Fjarðabyggð. Þar er allt á niðurleið í fjármálum, síðan álver var reist í Reyðarfirði. Keflavík og Húsavík eru einnig í þessum sérkennilega hópi. Þar garga menn hástöfum á álver og heimta að ríkið leysi vanda með því að borga álvershöfn og fleira. Ógæfa í fjármálum virðist fylgja græðgisþrá byggða í álbræðslur.