Óhjákvæmilegt er, að flokkar andstöðu við fjölmenningu eflist um alla Evrópu í kjölfar hins mikla landhlaups ársins. Um miðja Evrópu eru þeir orðnir stærstu flokkarnir. Frelsisflokkurinn í Austurrríki með 35%. Fidez með 45% og Jobbik með 20% í Ungverjalandi. Lög og réttlæti með 38% í Póllandi. Þjóðarflokkurinn með 29% í Sviss. Í Svíþjóð og Danmörku er svipað flekahlaup í gangi. Fólk fer frá jafnaðarmönnum til Svíþjóðardemókrata og Fólkaflokksins. Fólk sér alls kyns vanda, sem áður var reynt að halda leyndum. Heildaráhrifin verða þau, að andúð á Íslam margfaldast og reynt verður að hamla gegn miðaldaáhrifum í álfunni.