Aldrei aftur

Punktar

Njósnamálum fjölgar og þau fara stækkandi. Við erum að byrja að sjá mynd af vænisjúkum landsfeðrum fyrri tíma með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar og siðlitlum embættismönnum með Baldur Möller í broddi fylkingar. Slíkir menn voru trylltir af hræðslu, létu hlera menn villt og galið og eyddu síðan gögnum til að ekki kæmist upp um þá. Þótt engin landráð fyndust í hlerunum, héldu hinir vænisjúku uppteknum hætti ár eftir ár. Við skulum ekki leyfa vænisjúkum arftökum þessara manna að koma á nýjan leik upp öryggis- og hlerunarlögreglu. Aldrei aftur.