Aldrei aftur kvótagreifa

Punktar

Formlega séð átti þjóðin kvótann samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Samt áttu kvótagreifar nytjaréttinn og gátu veðsett hann bönkunum. Það er sama og að eiga. Kvótagreifarnir gátu svo ekki borgað skuldir sínar í bönkunum og veina nú á ríkið til bjargar. Það verða útlendingar, sem eignast gömlu bankana og þar með kvótann. Til að hindra það þarf ríkið að kaupa kvótann úr gömlu bönkunum. Síðan mun ríkið leigja kvótann greifum og öðrum, sem hæst bjóða. Þá verður fiskurinn í sjónum aftur orðinn eign þjóðarinnar. Mikilvægast í þessu er, að kvótinn fari aldrei aftur til greifanna. Aldrei aftur. Aldrei.