Frá Kirkjubóli í Önundarfirði að Seljalandi í Álftafirði.
Jafnan fáfarin og ill yfirferðar. Löng leið, en sjálf heiðin er stutt.
Á Vestfjarðavefnum segir: “Frá Seljalandi eru stikur sem vísa leiðina upp í skarðið. Eins eru nokkrar vörður þegar komið er upp á hjallann og yfir skarðið. Þar tekur við stór snjóskafl sem stendur allt árið. Þaðan eru aftur stikur sem liggja niður á veg. Einnig er hægt að fylgja lækjum sem safnast í ánna og elta hana niður eftir.”
Förum frá Kirkjubóli austur Korpudal og upp Moldarbrekkur um Heiðarskarð fyrir botni hans í 720 metra hæð og síðan austur og niður Svarfhólsdal að Seljalandi í botni Álftafjarðar.
12,0 km
Vestfirðir
Erfitt fyrir hesta
Nálægar leiðir: Hestskarð vestra, Lambadalsskarð, Þóruskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort