Frá Leirulæk á Mýrum um Álftanes að Vogalæk á Mýrum.
Skemmtileg fjöruleið um sunnanverðar Mýrar.
Skallagrímur Kveldúlfsson átti fyrstur bú í Álftanesi og síðan hefur það löngum verið stórbýli, einkum vegna hlunninda. Mörg skip hafa strandað þar í fjörunni. Marteinn Einarsson Skálholtsbiskup dó þar í elli.
Förum frá Leirulæk suður um Grímshól og suðvestur að Sandskarðshólum. Þaðan suðvestur í Álftanes. Þaðan vestur um Álftanesvog og síðan norður með ströndinni austan Straumfjarðar og norður að Vogalækjarvík hjá Vogalæk. Þar komum við aftur að þjóðvegi 533.
20,5 km
Borgarfjörður-Mýrar
Erfitt fyrir göngufólk. Flóð og fjara.
Nálægar leiðir: Urriðaá.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH