Álfur út úr hól

Punktar

Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra er dæmigerður Íslendingur. Getur ekki beitt rökum og mundi ekki skilja rök, þótt þau væru útskýrð. Fullyrðingar eru það eina, sem hann getur beitt fyrir sig. Hallgrímur Helgason rithöfundur birti pistil, sem auðvelt var að gagnrýna efnislega. En Gunnar Bragi gerði það ekki. Í staðinn lýsti hann persónu Hallgríms og stuðningi við Samfylkinguna. Og þörfinni á skipulögðu jafnvægi í aðgangi stjórnmálanna að Ríkisútvarpinu. Fór í manninn og stofnunina, ekki í málefnið. Hinn dæmigerði Íslendingur og hinn dæmigerði Framsóknarmaður er álfur út úr hól í allri vitrænni umræðu.