Alger Feneyjaþögn

Punktar

Þvert ofan í spá mína hefur engin umræða orðið um álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Enginn sér hag í að nudda andstæðingum upp úr álitinu. Það styður nefnilega hvorki stuðningsfólkið né andstæðingana. Er eins konar limbó utan við íslenzka umræðu. Enginn tekur undir tillögu hennar um, að þjóðin fái ekki lengur að kjósa forsetann. Tillagan um að minnka flækjustig ákvæða um forsetann fær ekki heldur neinn hljómgrunn hjá hvorugri fylkingunni. Fjögurra ára rifrildið um stjórnarskrána getur því haldið áfram nákvæmlega eins og það var fyrir aðkomu langþráðrar skýrslu Feneyjanefndar.