Alger uppgjöf á þingi

Punktar

Fjórflokkurinn með varahjólinu náði samkomulagi á þingi í gærkvöldi. Nýju stjórnarskránni var fleygt út á hafsauga. Þjóðaratkvæði gerð marklaus vegna óyfirstíganlegra þröskulda um þáttöku. Náttúruverndarlögum frestað, þangað til annað kemur í ljós. Ekkert ákvæði um þjóðareign auðlinda. Stóriðja á Húsavík ríkisstyrkt að hætti bófaflokkanna. Ríkisstjórnin og fylgilið hennar gáfust endanlega upp fyrir yfirgangi andstöðunnar á Alþingi. Bófaflokkarnir hafa tekið þar völdin. Aumingjastjórnin er í minnihluta. Samkvæmt ákvörðun kjósenda munu stóru bófaflokkarnir tveir taka við lyklavöldum eftir mánuð.