Frambjóðendur til stjórnlagaþings auglýsa bara alls ekki, þrátt fyrir tilboð Fréttablaðsins, Moggans og Ríkisútvarpsins. Örfáir reyndu pínulítið á Fésbók en hættu síðan. Voru skammaðir og höfðu sér til varnar, að auglýsingarnar þar væru ódýrar. Ekki hefur neinn frambjóðandi enn sagt frá fjárhagsáætlun sinni á þessu sviði, svo ég viti. Nú eru aðeins tvær vikur til kosninga, svo að auglýsingastjórar eru orðnir nokkuð trekktir. Frambjóðendur þora heldur ekki að auglýsa af ótta við neikvæð viðbrögð. Það er gott, þetta áttu aldrei að verða kosningar auðmanna. Ýmsir hafa hins vegar boðað auglýsingabindindi.