Algild auglýsingaskylda.

Greinar

Embættismenn, sérfræðingar og atvinnustjórnmálamenn hafa margir hverjir mikla ást á leynimakki. Það kemur við hjartað í þeim, ef hinum almennu borgurum er kunnugt um, við hvað þeir eru að fást. Þeir magna fyirir sér hin persónulegu óþægindi, sem þeir telja sig hafa af því að þurfa að starfa fyrir opnum tjöldum. Þess vegna vilja þeir, að útvatnað form sé á upplýsingaskyldu stjórnvalda.

Þessir hagsmunir embættismauna, sérfræðinga og atvinnustjórnmálamanna ganga í berhögg við hagsmuni umbjóðenda þeirra, borgara landsins. Og réttur fólksins í landinu til að vita, hvað er á seyði, á að vera æðri. Með víðtækri upplýsingaskyldu er aðeins verið að reisa brýr milli almennings og valdsins í landinu yfir þau gil, sem embættismenn, sérfræðingar og atvinnustjórnmálamenn hafa grafið.

Það má hugsa sér virka upplýsingaskyldu á ýmsan hátt. Til greina kæmi, að opinberar stofnanir og ýmsír aðrir mikilvægir aðilar séu skyldaðir til að senda daglega til Þjóðskjalasafns afrit af öllum gögnum, sem verða til í stofnuninni eða berast henni. Þessi gögn séu svo jafnharðan til sýnis á Þjóðskjalasafni.

Í þessum gögnum eru talin bréí til stofnana og frá þeim og milli stofnana. Ennfremur minnisblöð milli manna í kerfinu. Einnig skýrslur og greinargerðir, ekki aðeins í endanlegum útgáfum, heldur líka í bráðabirgðaútgáfum. Og loks eru talin munnleg gögn á segulböndum.

Engar undantekningar séu til á þessari upplýsingaskyldu. Hins vegar geti viðkomandi ráðamenn óskaó eftir því við sérstakan umboðsmann alþingis, að sýningu tiltekins gagns sé frestað um ákveðinn tíma, þrjá daga, viku, mánuð, ár og allt upp í fimm ár, ef um viðkvæm utanríkismál er að ræða. Umboðsmaðurinn úrskurði síðan, hvaða sýningarfrestur skuli veittur.

Á Þjóðskjalasafni þarf svo að vera myndarlegur lestrarsalur, þar sem allir borgarar, sem vilja, geti komið og kynnt sér, hvað sé á seyði í kerfinu. Sumir munu vilja kynna sér afgreiðslu og gang mála, sem snerta þá persónulega. Aðrir munu vilja sinna borgaralegum skyldum sínum og nota gögnin sem heimildir að lesendabréfum eða kjallaragreinum Í dagblöðum. Líklegt má telja, að helztu fastagestirnir yrðu blaðamenn, sem reyndu að vinza fréttir úr þessum upplýsingastraumi.

Jafnframt þarf skólakerfið að koma til skjalanna og þjálfa hina verðandi borgara í að notfæra sér þessa þjónustu. Nemendur fengju það verkefni að fara á Þjóðskjalasafnið, rekja þar gang ákveðins máls, og yrðu svo að tjá sig um málið á eftir, ýmist munnlega eða skriflega. Slík þjálfun á að vera fastur þáttur í borgaralegu uppeldi.

Markmið slíkrar upplýsingaskyldu stjórnvalda er, að lýðræðið í landinu fái meira innihald. Borgararnir geti gert sér betri grein en ella fyrir þeim málum, sem eru ofarlega á baugi, og framselji ekki endanlega réttindi sín í hendur embættismanna, sérfræðinga og atvinnustjórnmálamanna, sem smám saman hafa verið að ýta hinum almenna borgara frá stjórnvelinum.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið