Álið er ekki verðmætasta atvinnugreinin, þótt Hagfræðistofnun háskólans haldi það. Til að finna vinnsluvirðið þarf að draga frá erlend aðföng, arð til útlanda og vexti af lánum til að afla orku. Taka þarf alla liði með í reikninginn, bæði inn og út. Sjávarútvegur er helmingi stærri atvinnugrein en álið. Og ferðaþjónusta er stærri en sjávarútvegur. Vinnsluvirði áliðnaðar til hagkerfisins er ekki nema 2,5%, sjávarútvegs 5% og ferðaþjónustu 5,5%. Höfum þessar einföldu staðreyndir í huga. En Hagfræðistofnun háskólans hefur löngum birt bölvað bull í skýrslum, sem þjóna undir kaupendur að skýrslum.