Álitið er mildara en áður

Punktar

Almenningsálitið og álit sérfræðinga á IceSave hefur heldur skánað í þeim löndum, sem mestu skipta, Bretlandi og Hollandi. Leiðarar Financial Times og Independent eru dæmi. Breytingin leiðir til, að ríkin tvö munu fallast á mun betri vaxtakjör. Engar horfur eru á breyttu viðhorfi til upphæðarinnar sjálfrar. Á Norðurlöndum eru engin merki þess, að þau vilji lána Íslandi framhjá samkomulagi um IceSave. Rangt er að halda fram, að erlend umræða hafi snúizt á sveif með Íslandi. Rétt er að segja, að hún hafi heldur skánað í ríkjum viðsemjenda okkar. Varið ykkur á ýkjum um vinsemd í ykkar garð.