Álitsgjafar segja flestir, að Angela Merkel Þýzkalandskanzlari hafi fengið áminningu í borgarstjórnarkosningunum í Berlín. Því fer samt fjarri, flokkur hennar bætti við sig fulltrúa. Samstarfsflokkur hennar fékk hins vegar svo lítið fylgi, að hann fær engan fulltrúa. Það eru Frjálsir demókratar, sem hafa efast um stuðning við Grikkland og önnur ríki í vanda. Hugsanlega eykur flokkurinn stuðning við stjórnarstefnuna til að bæta stöðu sína. Einnig er hugsanlegt að hann fari á taugum og slíti samstarfinu. En engin furða er, að kratar fái að venju meira fylgi en Merkel í Berlín, gömlu vígi kratanna.