Rækilegasta rannsókn á alkóhólisma stóð 1940-1995 á vegum teymis vísindamanna við Harvard. Niðurstaða var birt í bókunum „The Natural History of Alcoholism“ 1983 og 1995. Hún felst í að alkóhólismi sé líkamlegur og andlegur sjúkdómur. Hefur sú niðurstaða fengið viðurkenningu bandarísku læknasamtakanna. Ennfremur var niðurstaðan, að AA-klúbbarnir væru vænlegasta leið alkóhólista til bata. Sá galli er á þessari rannsókn, að í úrtakinu voru eingöngu karlmenn. Síðar hafa verið gerðar athugasemdir við, að niðurstaðan ætti ekki í sömu hlutföllum við til dæmis ungar konur. Sá ágreiningur er enn óútkljáður meðal fræðimanna.