Allar kirkjur gegn stríði

Punktar

Séra Konrad Raiser, framkvæmdastjóri Heimskirkjuráðsins, skrifar í International Herald Tribune um stríð Bandaríkjanna og Bretlands við Írak. Hann segir, að allar deildir kristinnar kirkju séu sammála um að fordæma þetta stríð og hafi sérstaklega mótmælt tilraunum til að verja það á trúarlegum og siðfræðilegum forsendum. Hann talar um falsspámenn, sem beiti fyrir sig trúarlegum rökum, og á þar við George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem segist vera af guði valinn til að fara í krossferð gegn illum öflum heimsins.