Alliance-húsið við vestanverða Geirsgötu er rúmlega áttrætt og skemmtilegt hús, sem segir þátt í sögu sjávarútvegs og byggingalistar. Það er nýjasta fórnardýr þéttingar byggðar í Reykjvík, sem hefur spillt gömlum hverfum og umhverfi lifandi fólks víðar um bæinn. Ég hef hingað til vonað, að árátta vinstri sinnaðra borgaryfirvalda mundi hverfa með nýjum hægri meirihluta í pólitík, en það virðist taka nokkurn tíma. Kerfið í Reykjavík malar áfram á sama hátt og áður. Embættismenn Reykjavíkurlistans sjá um að varðveita hugmyndafræðilegt ofstæki liðins tíma.