Allir banksterar eins

Punktar

Frægð Lilju Bjarkar Einarsdóttur var mest, er hún markaðssetti illræmda IceSave reikninga Landsbankans í Bretlandi 2006-2008. Nú orðin bankastjóri Landsbankans, leysir Steinþór Pálsson af hólmi. Hann var líka frægur að endemum. Þetta eru sýnishorn af mistökum stjórnvalda eftir hrun. Ráðherrum vinstri og hægri stjórna hefur mistekizt að endurreisa bankana. Þeir eru undir stjórn nákvæmlega eins fjárglæfrasnillinga og fyrir hrun þeirra. Þeir hafa ekki orðið bankar fyrir fólk. Hafa aldrei áður níðst eins mikið á almenningi og þeir hafa gert síðustu árin. Meðan þeir hjálpa glæframönnum Mammons að skipta um kennitölur eins og sokka.