Allir eru þeir óvinsælir

Punktar

Skoðanakönnun segir ríkisstjórnina óvinsæla og stjórnarandstöðuna óvinsælli. Einkum er þó Alþingi óvinsælt, enda hagar stjórnarandstaðan sér eins og hún sé í Morfís. Ekkert af því kemur á óvart og allt er nærri sanni. Fáir halda, að ástandið skáni, ef hrunflokkarnir kæmust aftur til valda. Athyglisverðast er, að fólk telur ríkisstjórnina elska banka meira en kjósendur. Það er líka nærri sanni. Furðulegt er, að Gylfi Magnússon komist upp með að reisa við bankana í fyrri ógeðsmynd bankstera. Hann hyggst kollsteypa þjóðinni aftur með ókeypis ríkisábyrgð á innistæðum. Almenningur fær ekki slíkan sörvis.