Ruglið magnast í Sýrlandi. NATÓ-ríkið Tyrkland er í stríði við Kúrda, sem eru sérstakir skjólstæðingar Bandaríkjanna. Rússland styður Assad forseta og hefur snúið stríðsgæfunni honum í vil. Bandaríkin eru andvíg Assad, styðja skæruliða, svo framarlega sem þeir séu ekki ISIS. Meiripartur skæruliða er í ISIS. Vont er að greina milli þeirra, sem eru í ISIS og hinna, sem eru það ekki. Sádi-Arabía er komin í bandalag við Tyrkland og hefur fengið þar bækistöð. Sádi-Arabía er andvíg Assad og ól af sér ISIS. Er samt bandamaður Bandaríkjanna. Í ruglinu eru Sýrlendingar sprengdir aftur á steinaldarstigið. Hefðbundið rugl úr Pentagon.