Vísindamenn evrópsku rannsóknastofunnar CERN í Sviss telja, að næsta kynslóð veraldarvefsins felist í, að allir hafi hvar sem er aðgang að öflugum ofurtölvum og hugbúnaði þeirra eins og þær væru inni í eigin smátölvum fólks. Evrópusambandið hyggst koma á fót þess háttar neti um alla Evrópu. Fyrsta skrefið verður stigið eftir tvær vikur, þegar tíu rannsóknastofur verða samtengdar í ofurtölvuneti. Frá þessu segir Alok Jha í Guardian.