Allir með sömu fyrirsögnina

Fjölmiðlun

Kíkti aðeins á erlendar fréttir á Google út af skýrslunni: Telegraph, BBC, Associated Press, Financial Times, Reuters, AFP, Guardian og margir fleiri fjölmiðlar. Allir voru þeir með sama þátt málsins í fyrirsögn: Fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi seðlabankastjóri sakaðir um vanrækslu. Þetta er sá eini punktur, sem allir erlendir fjölmiðlar voru sammála um að væri stóra fréttin í skýrslu sannleiksnefndarinnar.