Allir menn forsetans

Punktar

Ég var að endurlesa All The President’s Men. Hún byrjar á, að fréttaritari Washington Post á lögreglustöðvum borgarinnar fær að vita, hvað var í vösum fimm manna, sem voru staðnir að innbroti, peningar í númeraröð og tvær minnisbækur með símanúmeri í Hvíta húsinu. Á Íslandi hefði þetta ekki verið hægt og því hefði Watergate-málið aldrei byrjað á Íslandi. Sama daga birtir Associated Press, að fjármálaskýrslur stjórnmálaflokkanna sýni tengsl eins innbrotsmanns við Endurkjörsnefnd Nixons forseta. Engar slíkar skýrslur eru til á Íslandi eins og allir vita.