Alræðissinnar eru margir með Stalíns-áráttuna. Telja alla sitja á svikráðum við sig. Eins og Stalín gamli, sem kom nánast öllum samstarfsmönnum og vinum fyrir kattarnef. Alræðissinnar ráða herforingjastjórninni í Burma og telja Vesturlönd ætla að velta sér úr sessi. Í hverjum hjálparsveitarmanni að vestan sjá þeir njósnara frá Bandaríkjunum. Þess vegna hamast stjórnin í Rangún við að neita hjálparfólki um landvist. Hörmungar eigin þjóðar vega létt á móti helsjúkri vænisýki í hugarfari alræðisins. Sama hugarfar ríkir einnig hjá nokkrum Íslendingum, sem telja alla sitja á svikráðum við sig.