Nærri daglega sé ég gagnrýni á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn á vefjum fjölmiðla. Mark Weisbrot skrifar í dag í New York Times. Hann telur sjóðinn vera úr takti við þekkingu tímans. Hafa gert illt verra og framkallað hrun víða um heim. Weisbrot segir sjóðinn vera að endurtaka sín fyrri mistök. Öll ríki berjist við kreppu með aukinni eyðslu og þenslu. Sjóðurinn heimti hins vegar samdrátt ríkisútgjalda, sem jafngildi atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þessu eigi sjóðurinn að hætta og taka upp sömu hagfræði og ríkisstjórnir nota í nútímanum. Hann telur brýnt að þvinga fram stefnubreytingu hjá sjóðnum.