Allir þurfa aðlögunartíma

Punktar

Fyrir Evrópusambandið er bezt að halda áfram að fá stjórnarskrána samþykkta í flestum ríkjum. Og leyfa öðrum að sitja eftir. Það er bráðabirgðalausn. Eins og í evrunni, sum ríki komast upp með að gera hana ekki að gjaldmiðli sínum. Bretland hefur ýmsar undanþágur, svo sem frá Schengen. Kjarnaríkin Þýzkaland og Frakkland halda áfram að nýta sér allar framfarir sambandsins. Ýmis ríki sitja eftir sem sveitavargur, hvert í sinni tegund afdalamennsku. Sveitavargurinn verður útundan eins og alltaf. Evrópa heldur áfram, þótt hræðslan frysti kjósendur jaðarríkja. Hver þjóð þarf sinn aðlögunartíma.