Allir velkomnir

Punktar

Bann á Búlgara og Rúmena er út í hött. Hvað hafa þeir gert af sér, sem Litháar og Pólverjar eru ekki færir um? Við getum ekki skammtað aðgang að landinu eftir löndum, lit eða trú. Við getum hins vegar lýst yfir, að við viljum ekki, að nýbúar hafni forsendum þjóðfélagsins, til dæmis jafnrétti kynjanna og banni við hryðjuverkum. Þeir einu, sem ekki samþykkja almennt vestræn gildi, eru sumir múslimar. Slíkir eiga ekki að fá að koma til landsins og þeim á að vísa brott, ef þeir neita að samlagast. Að öðru leyti eiga útlendingar að vera velkomnir.