Til marks um ræfildóm fjórflokksins er, að tvær ríkisstjórnir hafa ekki mannað sig upp í mannasiði. Hafa ekki bannað kennitöluflakk. Og ekki bannað þá tegund þess, sem felst í færslu lánsfjár yfir í nýtt félag. Skuldin skilin eftir í gamla félaginu, sem gerist gjaldþrota. Ragnheiður Elín ráðherra orðar þetta svo fagurt, að bann við kennitöluflakki geti skaðað svigrúm athafnamanna. Augljóst er, hvar hjartað slær hjá henni og raunar öllum fjórflokknum. Þeim mátti öllum ljóst vera, að kennitöluflakk var eitt stærsta hneyksli hrunsins. Létu það samt kyrrt liggja. Sumir athafnamenn hafa nærri tuttugu sinnum fengið að flakka.