Allir vilja lága vexti

Punktar

Enginn er sáttur við hækkun Seðlabankans á forvöxtum. Ekki má milli sjá, hvorir eru reiðari, ráðamenn samtaka atvinnurekenda eða launamanna. Enda segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri, að nýtt samkomulag vinnumarkaðar og ríkisstjórnar valdi auknu verðbólguskriði. Forstjóri atvinnurekenda segir hækkun bankans óþarfa, því að samdráttur sé á leiðinni. Hitt mun sanni nær, að ráðagerðir um minnkaða vegagerð hafa jafnan komið á vorin og ráðagerðir um aukna vegagerð blómstrað á haustin. Áratugum saman hefur góðvilji stjórnvalda verið skammvinnur. Því var rétt af bankanum að hækka vextina.