Bjarni Ben allramálaráðherra segir forgangsraðað í þágu heilsumála og velferðar. Með því að minnka grunnþjónustu og búa til biðlista, en láta aukningu renna til einkavinavæðingar. Ef setja eigi meira fé í hluta rekstrar Landspítala, verði féð að koma úr öðrum þáttum heilsugeirans. Orðið forgangsröðun er bara fínt orð fyrir millifærslur innan geirans. Færa t.d. fé frá krabbameini yfir í hjartasjúkdóma. Markmiðið er grundvallarregla nýfrjálshyggjutrúar: Gera opinbera heilsuþjónustu óvinsæla og bæta jarðveginn fyrir einkavinavæðingu. Svo hefur komið í ljós, að Proppé heilsuráðherra er bara strá í vindi, felur sig og ræður engu í pólitík.