Með símanum greiðum við atkvæði í sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Síminn flytur okkur fréttir, til dæmis af gengi hlutabréfa eða úrslitum íþróttaleikja. Við tökum þátt í spurningaleikjum í símanum, skoðum gengi gjaldmiðla og látum símann vekja okkur eða minna okkur á mikilvæga fundi. … Fljótlega kemur að kröfu um að fá að kjósa í gemsanum í stað þess að fara á kjörstað. Það er freistandi leið til að halda uppi kjörsókn í alþingis-, byggða- og forsetakosningum og kjörin aðferð til að virkja þjóðaratkvæðagreiðslur sem hornstein lýðræðis, enda kostar símakosning ekki mikið. …