“Allt annað var í lagi”

Fjölmiðlun

“Athugasemdir Vinnueftirlitsins fáar”, segir Bæjarins besta í fyrirsögn á vefnum. Í fréttinni segir: “Eina athugasemdin, sem Vinnueftirlitið setur út á framkvæmd sprengingarinnar er, að ekki voru notaðar sprengjumottur.” Þær hefðu komið í veg fyrir, að grjót flygi yfir bæinn. “Allt annað var í lagi hjá Ósafli og samkvæmt reglugerðum”, segir Bæjarins besta. Dæmigert fyrir ömurlega blaðamennsku nútímans. Fréttin gengur út á, að næstum allt hafi verið í lagi í Bolungarvík. Samt var látið undir höfuð leggjast að sprengja undir mottum. Og það eitt skiptir máli. Bæjarins besta er undirlægja Ósafls.