Írak er ekki að breytast í lýðræðisríki undir járnhæl hernámsins. Kosningum hefur verið slegið á frest. Við völd er leppstjórn, sérvalin af Bandaríkjunum, með Ajad Allavi, þekktan njósnara sem forsætisráðherra, arftaka Ahmad Sjalabi, sem áður var helzta gæludýrið, en féll í ónáð. … Dauðarefsing hefur verið innleidd í Írak, líka fyrir að “stofna öryggi ríkisins í hættu”. Það er orðalag, sem ógnarstjórnir víða um heim hafa löngum notað til að útrýma stjórnarandstöðu. Lög og regla er á því stigi, að Sjalabi var nýlega kærður fyrir falsanir upp á samtals 150 krónur. …