Eftir tvo tíma kemur í ljós, að þjóðaratkvæðagreiðslan fór eins og búizt var við. Þáttaka og skipting atkvæða verða eftir atvikum góð eins og sagt er á Slysadeild. Allir hlutdrægir álitsgjafar geta lesið úr tölunum það, sem þeir vilja lesa. Nú kemur ágæt lægð í pólitíkina og menn geta farið að sinna brýnum málum, sem hafa setið á hakanum. IceSave viðræður hefjast senn að nýju og geta staðið með hléum fram á vorið. Erlend sjónarmið hafa heldur færzt okkur í vil. Gott er að gefa þeim tækifæri til að malla áfram. Tökum lífinu með ró. Ekkert bakslag er líklegt í skoðunum erlendra álitsgjafa.