Allt er eins og áður var

Punktar

Samfylkingin staðfesti aldurhnigna stöðu sína í gær. Björgvin Sigurðsson ráðherra varð efstur í prófkjöri Suðurlands og Kristján Möller í prófkjöri Norðausturlands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skammtaði sér, Össuri frænda Skarphéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur efstu sætin í Reykjavík. Þannig hefur Samfylkingin ákveðið að bjóða upp á nákvæmlega sama lið og lá sofandi á vaktinni í hruninu mikla. Samfylkingin er semsagt sátt við þau, sem settu þjóðina á hausinn. Kannski er þjóðin það líka. Fær Samfylkingin aflátsbréf okkar fyrir það eitt að slíta ríkisstjórninni eftir fjögurra mánaða fúsk?