Ekkert hefur gerzt í þessu landi, hér varð ekkert hrun. Stjórnarskráin er gleymd og grafin. Niðurgreiðsla skattgreiðenda til stóriðju hafin að nýju. Kvótagreifar eiga þjóðarauðlindina sem fyrr. Hrossakaup og kjördæmapot eru í blóma. Einkavinavæðing bankanna verður endurtekin. Kjósendur ætla að ákveða, að hér færist allt aftur í gamla stílinn. Enga nýja flokka takk, segir fólk, gamla góða Framsókn er nógu góð fyrir mig. Fjórflokkurinn stígur menúettinn, sem stiginn hefur verið um áratugi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taka við stjórninni í vor. Allt verður þá eins og ævinlega hefur hér verið.