Allt er hér á uppleið

Punktar

Efnahagslega er Ísland komið upp fyrir meðaltal Evrópu. Skuldatryggingaálag ríkisins er fallið í 278 punkta, en meðaltal 27 Evrópuríkja er 345 punktar, fjórðungi hærra. Íslendingum er því betur treyst en öðrum. Landsvirkjun er farin að geta fjármagnað ný orkuver. Hagvöxtur ársins verður 3% hér, en 2% í Evrópu. Fjárlagahalli er 1,4 hér, en 3% í Evrópu. Atvinnuleysi er hér minna en í Evrópu og fer hratt minnkandi. Er orðið lítið hærra en það var stundum í blöðruhagkerfi hrunverja. Seðlabankinn er orðinn faglegur og getur haldið úti gjaldeyrishöftum. Óklárað verkefni er að afnema höftin í hröðum áföngum.