Herstjórar Sómalíu og Bandaríkjanna voru engir vinir. Árið 1993 hröktu herstjórarnir bandaríska herinn í sjóinn. Þá var birt fræg kvikmynd í sjónvarpi af líki bandarísks hermanns, sem dregið var af bíl um götur Mogadishu í Sómalíu. Herstjórar Eþíópu voru þá miklir marxistar og Mengistu einn fræðimanna marxismans eins og Lenín og Maó. Nú er öldin önnur og stríð risið milli Eþiópíu og Sómalíu. Nú gera Bandaríkin bandalag við arftaka marxistans Mengistu um að koma sömu herstjórunum, fyrrum óvinum sínum, aftur til valda í Sómalíu. Marxistar eru orðnir skárri en múslimar.