Ný könnun sýnir meirihluta borgarstjórans fallinn. Samfylkingin með Vinstri grænum og Pírötum með alls 11 af 23 borgarfulltrúum. Speglun ríkisstjórnarinnar með Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Vinstri grænum næði samt ekki nýjum meirihluta. Viðreisn gæti valið, með hvorum hópnum hún vildi standa, og þannig búið til 13 fulltrúa meirihluta. Flokkur fólksins, Framsókn og Miðflokkurinn gætu í staðinn hver um sig myndað 12 fulltrúa meirihluta með hvorum hópnum sem er. Þá er ekki gert ráð fyrir, að Sósíalistar eða Kvennaframboðið næðu fulltrúa. Það er þannig ljóst, að rétt fyrr kosningar er allt í óvissu um næsta borgarmeirihluta.