Fylgi færist af Sjálfstæðisflokknum yfir á Framsókn og af Samfylkingunni yfir á Bjarta framtíð. Engar fréttir, því þær fela ekki í sér tilfærslu milli pólitískra fleka. Fólk kýs áfram hina þekktu flokka og til viðbótar flokk, sem fæddist gamall, með tvo þingmenn og án stefnuskrár. Enginn nýju flokkanna fær enn neitt út úr skoðanakönnunum. Það er stóra og alvarlega fréttin. Þótt mikið framboð sé af alls kyns sjónarmiðum, sem eru á skjön við fjórflokkinn, kveikir ekkert þeirra. Með sama vitfirrta áframhaldi verður landinu stjórnað af sams konar bófum og bjánum og stjórnað hafa um áratugi.