Hinir fylgislausu landsfeður eru úrvinda eftir afrek vorsins. Búnir að létta byrðum af kvótagreifum, öðrum auðgreifum og ferðaþjónustu. Of þreyttir til að afgreiða þá, sem eru aftar í forgangsröðinni. Íbúðaskuldarar þurfa því að bíða til dauðans óvissa tíma eftir tékka í pósti. Sjúklingar verða að borga banaleguna á Landspítalanum til að bæta ríkinu tjónið af stóraukinni velferð auðgreifa. Meðan sætabrauðsformenn liggja í öngviti vaða minni spámenn um og heimta auknar misþyrmingar á aumingjum. Þetta er langversta byrjun stjórnar á þeim sextíu árum, sem ég hef horft á pólitíkina. Og allt fyrir auðgreifa.